Þjónusta

Við bjóðum upp á sjúkraþjálfun í gegnum netið þar sem þú getur annarsvegar lýst vandamálinu ítarlega í gegnum tölvupóst eða skype. Hinsvegar er hægt að bóka tíma og skoðunin fer fram á stofu.

Í framhaldinu færðu sérsniðna enduræfingaáætlun og ótakmarkaðan aðgang að starfsfólki okkar í ákveðinn tíma.

Einnig bjóðum við upp á fjarþjálfun fyrir einstaklinga með stoðkerfisverki.

Við bjóðum upp á eftirfarandi þjónustu

Frí ráðgjöf

Hægt er að senda fyrirspurn um hverskonar meiðsli/vandamál sem tengjast stoðkerfinu.

Ítarleg skoðun

Ítarleg skoðun fer fram með viðtali og skoðun. Annaðhvort í gegnum netið eða á sjúkraþjálfunarstofu.

Greining

Skjólstæðingur fær greiningu á vandamáli sínu og faglegar ráðleggingar um næstu skref.

Áætlun

Endurhæfingaáætlanir okkar byggjast á greiningu vandamálsins. Skjólstæðingurinn fær sérsniðna áætlun sem miðar að því að meðhöndla vandamálið.

Ótakmarkaður aðgangur

Við erum til staðar alla virka daga og hægt er að hafa samband hvenær sem er.

Æfingarbúnaður

Við ráðleggjum skjólstæðingum okkar um val á æfingarbúnaði sem er nauðsynlegur þáttur í endurhæfingu viðkomandi.

Um er að ræða nuddbolta, nuddrúllu, æfingateygju eða hvað við teljum henta hverju sinni.

Your Cart is Empty