Næringarþjálfun fyrir einstaklinga sem vilja sækja slíka þjónustu í gegnum netið. Við bjóðum faglega og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir alla þá sem vilja ná betri tökum á eigin mataræði. Hvort sem þú vilt bæta eigin heilsu og líðan, líkamlega færni eða stefna á árangur í íþróttum erum við með lausnir fyrir þig.
Innifalið er:
Viðtal í upphafi gegnum fjarfundarbúnað.
Yfirferð á 7 daga matardagbók/fæðuskráningu.
Einstaklingsmiðuð ráðgjöf út frá viðtali og fæðuskráningu.
Eftirfylgni og seinni yfirferð á fæðuskráningu.
Við erum til staðar alla virka daga og hægt að senda okkur fyrirspurn hvenær sem er.
„Ég hef mikið gagn af Netsjúkraþjálfun. Það er magnað að hafa aðgang að þvílíkri þjónustu sem Netsjúkraþjálfun er!”
KONA
um fimmtugt
„Netsjúkraþjálfun virkaði algjörlega fyrir mig. Góð eftirfylgni og leiðbeining fagmannleg. Hægt að sinna þessu hvar sem er og verkirnir mínir hafa minnkað töluvert.”
Kona
um þrítugt
„Netsjúkraþjálfun virkaði mjög vel fyrir mig. Setti ábyrgðina yfir á mig. Þegar leit út fyrir að ég væri aftur að verða slæm þá leit ég á æfingarnar sem mér voru úthlutaðar og tók á þessu sjálf.”
KONA
um sextugt
„Að öllu leyti mjög ánægð með þjónustuna og netsjúkraþjálfun gerði mér mjög gott andlega og líkamlega. Mjög góðar æfingar og mjög góð viðbrögð við spurningum. Mæli hiklaust með Netsjúkraþjálfun.”
kona
á fimmtugsaldri
„Netsjúkraþjálfun virkaði mjög vel fyrir mig. Ég var orðin mjög slæm í bakinu og átti erfitt með ýmsa hluti vegna þess í daglegu lífi, en vegna sjúkraþjálfunarinnar er ég orðin mikið betri og truflar bakið mig ekki lengur.”
kona
á tvítugsaldri
„Þetta virkaði mjög vel fyrir mig. Allavega fór ég fljótlega að verða betri þegar ég byrjaði á þessu. Þetta er eins og svart og hvítt frá því ég byrjaði.”