Fjarþjálfun

Markmiðið með fjarþjálfuninni er að bjóða upp á skemmtilega, fjölbreytta og faglega fjarþjálfun þar sem blandað er saman styrktar- og þolþjálfun ásamt liðkandi æfingum. Um er að ræða 4 vikna tímabil í senn og hægt er að byrja á fjarþjálfun með áherslu á mjaðmir alla mánudaga. Fyrsta 4 vikna tímabilið þar sem áhersla er á axlir og brjóstbak hefst 5.október.

|

Nú höfum við nokkrir sjúkraþjálfarar sem höfum einnig reynslu og/eða réttindi sem meðal annars styrktarþjálfarar, crossfiþjálfarar, hlaupaþjálfarar og jógakennari tekið okkur saman og ætlum að fara af stað með almenna fjarþjálfun.

Fjarþjálfunin samanstendur af þremur æfingum á viku.

  • Ein liðkandi æfing og losun með nuddbolta/nuddrúllu.
  • Ein styrktaræfing. Tvær útfærslur í boði þannig hægt er að velja um að framkvæma heima eða á líkamsræktarstöð.
  • Ein þolæfing (hlaup/hjól/æfingar með eigin líkamsþyngd) og léttar styrktaræfingar með.

Mismunandi áhersla er á hverju 4 vikna tímabili þar sem viðeigandi vikuleg fræðsla fylgir einnig.

Áherslurnar eru:

  • Mjaðmir.
  • Axlir og brjóstbak.
  • Mjóbak og miðja.
  • Háls og herðar.
  • Hné og ökklar.

Markmiðið með fjarþjálfuninni er að bjóða upp á skemmtilega, fjölbreytta og faglega fjarþjálfun þar sem blandað er saman styrktar- og þolþjálfun ásamt liðkandi æfingum.

Um er að ræða 4 vikna tímabil í senn og hægt er að byrja á fjarþjálfun með áherslu á mjaðmir alla mánudaga.
Fyrsta 4 vikna tímabilið þar sem áhersla er á axlir og brjóstbak hefst 5.október.
Þjálfarar eru:

Daði Reynir Kristleifsson, María Kristín Valgeirsdóttir, Valgerður Tryggvadóttir, Sara Lind Brynjólfsdóttir, Sigurður Sölvi Svavarsson og Steinunn Þórðardóttir.

Verð fyrir 4 vikna tímabil (hægt er að velja um áherslu á mjaðmir eða axlir/brjóstbak) er 11.990 kr.

Verð fyrir 12 vikna tímabil (áherslurnar eru þá mjaðmir, axlir/brjóstbak og mjóbak/miðja) er 29.990 kr.

Skráning hér fyrir 4 vikna tímabil

Skráning hér fyrir 12 vikna tímabil