Markmiðið með fjarþjálfuninni er að bjóða upp á skemmtilega, fjölbreytta og faglega fjarþjálfun ásamt fræðslu þar sem blandað er saman styrktar- og þolþjálfun ásamt liðkandi æfingum. Um er að ræða 4 vikna tímabil í senn sem hefst á mánudaginn 2.nóvember og hægt er að velja um fjarþjálfun með áherslu á kvið og mjóbak, mjaðmir eða axlir.
Við erum hópur sjúkraþjálfara ásamt sjúkraþjálfunarnema sem höfum einnig ýmis réttindi, svo sem styrktarþjálfari, crossfitþjálfari, hlaupaþjálfarari og jógakennari. Markmiðið með fjarþjálfuninni er að bjóða upp á skemmtilega, fjölbreytta og faglega fjarþjálfun ásamt fræðslu þar sem blandað er saman styrktar- og þolþjálfun ásamt liðkandi æfingum.
Fjarþjálfunin samanstendur af þremur æfingum á viku.
Mismunandi áhersla er á hverju 4 vikna tímabili þar sem viðeigandi vikuleg fræðsla fylgir einnig. Nú er hægt er að velja um fjarþjálfun með áherslu á kvið og mjóbak, mjaðmir eða axlir.
Verð fyrir 4 vikna tímabil er 11.990 kr. og fyrir 12 vikna tímabil (mjaðmir/axlir/mjóbak) er 29.990 kr.
Daði Reynir Kristleifsson, María Kristín Valgeirsdóttir, Valgerður Tryggvadóttir, Sara Lind Brynjólfsdóttir, Sigurður Sölvi Svavarsson og Steinunn Þórðardóttir.