Kirkjubæjarklaustur

Sjúkraþjálfari frá Netsjúkraþjálfun mun vera á Kirkjubæjarklaustri á mánudaginn 30.nóvember og þriðjudaginn 1.desember. Hægt er að bóka tíma með því að senda póst á netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is.

|

Sjúkraþjálfari frá Netsjúkraþjálfun mun vera á Kirkjubæjarklaustri á mánudaginn 30.nóvember og þriðjudaginn 1.desember.
Fyrirkomulag virkar þannig:

1. Viðkomandi bókar tíma í skoðun.

2. Skoðun er framkvæmd og er sú skoðun eins og hefðbundin skoðun hjá sjúkraþjálfara.

3. Viðkomandi fær sérsniðna endurhæfingaáætlun sem samanstendur af fræðslu, sérhæfðum æfingum og leiðbeiningum um nudd með nuddbolta / nuddrúllu.

4. Eftirfylgni í að minnsta kosti 4 vikur. Viðkomandi hefur greiðan aðgang að sjúkraþjálfara allan þennan tíma ásamt því að sjúkraþjálfari hefur samband við einstakling á 10 daga fresti til að fylgjast með gangi mála og uppfæra endurhæfingaáætlun í takt við einkenni.

5. Við metum saman eftir þessar fjórar vikur hvort viðkomandi þurfi á framhaldi að halda, öðrum tíma hjá sjúkraþjálfara eða geti útskrifast.

Endurhæfingaáætlunina er hægt að opna í tölvu, smáforriti í snjallsíma og / eða prenta út, allt eftir hvað hentar hverjum og einum.

Skoðun á stofu, sérsniðin endurhæfingaáætlun og eftirfylgni í 4 vikur kostar 21.889 krónur.

Hægt er að bóka tíma með því að senda póst á netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is. Einnig ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur að þá endilega sendið á okkur.