Hreyfistjórn og verkir

Viðeigandi styrktaræfingar er það meðferðarform sem rannsóknir sýna að sé mikilvægast í meðferð upp á langtímaárangur við stoðkerfisverkjum. Meðferðir eins og nudd, nálastungur og liðlosun geta dregið úr verkjum tímabundið, en án réttra styrktaræfinga og fræðslu eru miklar líkur á að sambærilegir verkir komi upp aftur. Aðgerðir ættu svo í flestum tilfellum að vera síðasta úrræðið‍

Sara Lind Brynjólfsdóttir

|

26/3/2019

Langvinn álagseinkenni og endurtekin meiðsli eru oftar en ekki afleiðing af endurteknuálagi á ákveðnu svæði yfir langan tíma.

Þegar um er að ræða langvinn álagseinkenni og endurtekin meiðsli er mikilvægt að fá ítarlega skoðun. Út frá skoðuninni er vandinn kortlagður og sett upp endurhæfingaráætlun sem miðar að því að styrkja, liðka og vinna í þeim þáttum sem þarf til að uppræta vandamálið.

Í skoðuninni er meðal annars leitast eftir að svara eftirfarandi spurningum:

·        Hvernig er hreyfistjórnunin (eru réttir vöðvar að sinna réttu starfi)?

·        Vantar styrk í ákveðna vöðva?

·        Nær viðkomandi ekki að virkja ákveðna vöðva?

·        Er vöðvi of stuttur eða of langur?

Þegar einstaklingur er skoðaður út frá hreyfistjórnun er unnið að því að koma auga á hreyfivillur sem geta orsakað langvinn álagseinkenni og endurtekin meiðsli. Til dæmis ef um skort á styrk í stöðugleikavöðvum er að ræða að þá verður of mikið álag á aðlæga vöðva sem leiðir oftar en ekki til uppbótarhreyfinga. Notuð eru hreyfistjórnunar próf til að skima eftir uppbótarhreyfingum sem geta orsakað vandann. Greint er hvernig þessar hreyfivillur hafa áhrif á einkenni og starfsemi. Markmiðið er að skilja ástæðuna fyrir vandamálinu ásamt þáttum sem stuðla að því. Einnig er mikilvægt að einstaklingur skilji hvert vandamálið er og fái bjargráð til að leysa vandann til lengri tíma litið.

Líkaminn notar uppbótarhreyfingar þegar styrkur eða liðleiki um liði er ekki nægjanlegur til að hreyfa í gegnum fullan hreyfiferil eða ef einhver hömlun(restriction) er til staðar í kringum liðinn. Þegar einstaklingur hefur gert margar endurtekningar af sömu uppbótarhreyfingunni að þá endar það oftar en ekki sem verkur eða meiðsli. Algengt er að meiðslin komi upp í veikasta hlekknum í hreyfikeðjunni.

Mikilvægt er að þjálfa upp þá vöðva sem eru óvirkir eða ekki eins virkir og þeir eiga að vera. Með hreyfistjórnunarprófum er hægt að sjá hvar takmörkunin á hreyfingunni er og hver ástæðan sé fyrir þessari takmörkun. Skortur á styrk eða liðleika gæti verið orsökin og/eða stífleiki á ákveðnu svæði.

Viðeigandi styrktaræfingar er það meðferðarform sem rannsóknir sýna að sé mikilvægast í meðferð upp á langtímaárangur við stoðkerfisverkjum. Meðferðir eins og nudd, nálastungur og liðlosun geta dregið úr verkjum tímabundið, en án réttra styrktaræfinga og fræðslu eru miklar líkur á að sambærilegir verkir komi upp aftur. Aðgerðir ættu svo í flestum tilfellum að vera síðasta úrræðið.

 

Heimildir

1. GeffenSJ. 3:Rehabilitation principles for treating chronic musculoskeletal injuries.The Medical Journal of Australia. 2003 Mar 3;178(5):238–42.

2.Compensation Patterns: Your Body is Telling You Something! - Fleet Feet SportsWest Hartford[Internet]. [cited 2019 Nov 7]. Available from:https://www.fleetfeet.com/s/hartford/sports%20medicine/%20compensation%20patterns

3. BabatundeOO,Jordan JL, Van der Windt DA, Hill JC, Foster NE, Protheroe J. Effective treatment options for musculoskeletal pain in primary care: A systematic overview ofcurrent evidence. PLoS One [Internet]. 2017 Jun 22 [cited 2019 Nov7];12(6).Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5480856/

4. ChouR.Low back pain (chronic). BMJ Clin Evid [Internet]. 2010 Oct 8 [cited 2019Nov7];2010. Available from:https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3217809/

5. FredinK,Lorås H. Manual therapy, exercise therapy or combined treatment in the management of adult neck pain – A systematic review andmeta-analysis.Musculoskeletal Science and Practice. 2017 Oct 1;31:62–71.

6.BrinjikjiW, Luetmer PH, Comstock B, Bresnahan BW, Chen LE, Deyo RA, et al.Systematic Literature Review of Imaging Features of Spinal Degeneration in Asymptomatic Populations.AJNR Am J Neuroradiol. 2015 Apr;36(4):811–6.