Næringarþjálfun

Við bjóðum faglega og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir alla þá sem vilja ná betri tökum á eigin mataræði. Hvort sem þú vilt bæta eigin heilsu og líðan, líkamlega færni eða stefna á árangur í íþróttum erum við með lausnir fyrir þig.

|

Næringarþjálfun er ný þjónustuleið hjá okkur.

Við höfum fengið til liðs við okkur þær Agnesi og Birnu sem eru báðar með BS gráðu í næringarfræði og MSC gráðu í íþróttanæringarfræði.

Frekari upplýsingar um þær er að finna hér: https://www.netsjukrathjalfun.is/um-okkur

En hvað er Næringarþjálfun?

Næringarþjálfun er næringarráðgjöf í gegnum netið. Þjálfunin hefst með viðtali þar sem farið er yfir heilsu og fæðusögu, og í kjölfarið fyllir viðkomandi út matardagbók í 5-7 daga. Unnið er út frá markmiðum hvers og eins og leitast við að þjálfa einstaklinginn í að haga sínu mataræði í samræmi við sínar þarfir og markmið. Við veitum góða eftirfylgni og aðstoðum einstaklinginn í þessari vegferð.

Hvernig virkar Næringarþjálfun?

• Viðtal í upphafi í gegnum fjarfundarbúnað.

• Yfirferð á 7 daga matardagbók / fæðuskráningu.

• Einstaklingsmiðuð ráðgjöf út frá viðtali og fæðuskráningu.

• Eftirfylgni og seinni yfirferð á fæðuskráningu.

• Við erum til staðar alla virka daga og hægt að senda okkur fyrirspurn hvenær sem er.

Við bjóðum faglega og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir alla þá sem vilja ná betri tökum á eigin mataræði.

Hvort sem þú vilt bæta eigin heilsu og líðan, líkamlega færni eða stefna á árangur í íþróttum þá erum við með lausnir fyrir þig.

Verð: 19.900 kr.

Panta tíma hér!