Rót vandans

Til dæmis getur slæm líkamsstaða við vinnu eða í einkalífi leitt af sér skort á styrk í kringum mjaðmir sem þar af leiðandi veldur ofálagi á vöðva í kringum mjóbak og oftar en ekki mjóbaksverki við álag. Oft koma verkirnir upp við einhverja ákveðna hreyfingu eins og að beygja sig, lyfta þungu eða við aukið álag en athöfnin sjálf er þó ekki endilega ástæðan fyrir verknum heldur skortur á styrk eða liðleika á einhverju ákveðnu svæði.

Sara Lind Brynjólfsdóttir

|

26/3/2019

Mikilvægt er þegar upp koma vandamál að finna rót vandans og það á einnig við um líkamlegan vanda. Ef sami vandi kemur reglulega upp aftur og aftur er það vísbending um að það sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar.

Til að vinna að því að komast að rót vandans er mikilvægt að byrja á því að spyrja sig:

1. Hvað gerðist?

2. Afhverju gerðist það?

3. Hvað get ég gert til að draga úr og losna við þessi einkenni og lágmarka líkurnar á að þetta komi fyrir aftur?

Oftast er þetta sambland af nokkrum þáttum sem saman valda þessum verkjum.

Algengt er að það séu þrjár ástæður fyrir vandamálinu:

1. Líkamlegar ástæður sem gætu verið verkur í mjóbaki.

2. Einstaklingurinn sem gæti verið að leggja óhóflegt álag á ákveðið svæði líkamans með endurteknum hreyfivillum sem orsakast af skort á styrk eða liðleika í kringum liði.

3. Umhverfið - um gæti verið að ræða endurteknar hreyfingar eða álag tengd vinnu eða daglegu lífi (t.d. ekki nógu góð vinnuaðstaða, einhæfar hreyfingar og/eða streita)

Til dæmis getur slæm líkamsstaða við vinnu eða í einkalífi leitt af sér skort á styrk í kringum mjaðmir sem þar af leiðandi veldur ofálagi á vöðva í kringum mjóbak og oftar en ekki mjóbaksverki við álag. Oft koma verkirnir upp við einhverja ákveðna hreyfingu eins og að beygja sig, lyfta þungu eða við aukið álag en athöfnin sjálf er þó ekki endilega ástæðan fyrir verknum heldur skortur á styrk eða liðleika á einhverju ákveðnu svæði.

Þess vegna er mikilvægt ef vandi er endurtekið að koma upp eða hefur staðið yfir í lengri tíma að leita til fagaðila til að fá aðstoð við að komast að rót vandans og leiðbeiningar til að vinna að því að draga úr og losna við þessi einkenni á þann hátt að lágmarka einnig líkurnar á að vandamálið komi upp aftur.