Umsagnir

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs þá viljum við þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Sérstaklega viljum við þakka þeim sem höfðu trú á Netsjúkraþjálfun og nýttu sér þá þjónustu á liðnu ári. Síðasta ár hefur gengið vonum framar og hlökkum við til komandi verkefna á nýju ári. Hér koma nokkrar af þeim umsögnum sem við höfum fengið frá þeim sem hafa nýtt sér Netsjúkraþjálfun síðastliðið haust, allar birtar með þeirra leyfi.

Sara Lind Brynjólfsdóttir

|

26/3/2019

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs þá viljum við þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Sérstaklega viljum við þakka þeim sem höfðu trú á Netsjúkraþjálfun og nýttu sér þá þjónustu á liðnu ári. Síðasta ár hefur gengið vonum framar og hlökkum við til komandi verkefna á nýju ári.

Hér koma nokkrar af þeim umsögnum sem við höfum fengið frá þeim sem hafa nýtt sér Netsjúkraþjálfun síðastliðið haust, allar birtar með þeirra leyfi.

„Ég var með efasemdir í byrjun því ég hélt að það þyrfti að nudda svæðið sem mér var illt á en með því að fylgja æfingunum og nota rúllur og bolta til að nudda heima sá ég að lausnin var mun auðveldari en ég hafði gert mér í hugarlund. Takk kærlega fyrir mig."

„Mjög góð þjónusta og ef maður hefur einhverjar spurningar þá fær maður alltaf góð og fljót svör! Ótrúlega þæginlegt fyrirkomulag á appinu sem auðveldar allt mjög mikið."

„Þjónustan hjá Netsjúkraþjálfun hefur hjálpað mér mikið og gert mér kleift að lifa lífinu aftur. Frábær þjónusta í alla staði."

„Við skoðunina skynjaði ég að þarna var frábær fagmaður á ferð. Kærar þakkir fyrir mig."

„Sjúkraþjálfarinn stendur sig vel með að halda utan um þjálfunina og erum mjög ánægð með þann fagaðila sem er að aðstoða okkur í gegnum fjarsjúkraþjálfunina."

„Mjög góð og persónuleg þjónusta. Appið er mjög gott og góðar upptökur af æfingum þar."

„Ég var mjög ánægð með þjónustuna ykkar, einfalt að ná á ykkur og gott utanumhald."

„Ég mæli tvímælalaust fyrir fólk að nota Netsjúkraþjálfun, þar sem sjúkraþjálfarinn er fljótur að svara ef einhverjar spurningar vakna og æfingarnar eru mjög hentugar til að gera hvar sem er."

„Frábær þjónusta og góð eftirfylgni."

Hlökkum til að halda áfram að hjálpa einstaklingum að vinna að bættri líkamlegri heilsu og vellíðan.