fyrirlestrar

Við bjóðum upp á fjölbreytta fyrirlestra

fyrirlestrar

Hópar og vinnustaðir

Netsjúkraþjálfun býður upp á fyrirlestra fyrir hópa og vinnustaði þar sem farið er yfir stoðkerfisverki, líkamsstöðu, líkamsbeitingu og almenna hreyfingu.

Lesa meira um fyrirlestrana okkar.

Fyrirlestrar

Námskeið til að draga úr og / eða koma í veg fyrir líkamleg álagseinkenni og verki. Farið er yfir:

Líkamsstöðu og líkamsbeitingu.
• Leiðir til að lágmarka álag á háls, herðar, mjóbak og mjaðmir.
• Leiðir til að draga úr eða koma í veg fyrir verki.
• Mikilvægi hreyfingar utan vinnu í tengslum við líkamleg álagseinkenni, orku og skilvirkni.
• Mikilvægi svefns í tengslum við líkamleg álagseinkenni, orku og skilvirkni.
• Hvert námskeið er 60 mínútur.


Ef rétt er farið að þá geta ofantaldir þættir aukið afköst og vellíðan í lífi og starfi til muna. Hvert námskeið er sniðið eftir hverjum hóp eða vinnustað fyrir sig.

Fyrirlesarar:

Sara Lind Brynjólfsdóttir

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á netsjukrathjalfun@netsjukratjalfun.is

Námskeið í fyrirtæki

Leiðbeiningar í þínu umhverfi

Netsjúkraþjálfun býður upp á námskeið fyrir hópa og vinnustaði þar sem farið er yfir stoðkerfisverki, líkamsstöðu, líkamsbeitingu og almenna hreyfingu.

Lesa meira um námskeiðin okkar.

Námskeið

Oft er töluvert auðveldara að leiðbeina einstaklingum í sínu umhverfi og koma með hugmyndir af ákjósanlegum leiðum til þess.

Hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir eða losna við verki.
• Vinnuaðstöðu og líkamsbeitingu við vinnu.
• Líkamsstöðu og líkamsbeitingu í daglegu lífi.

• Mikilvægi hreyfingar og svefns.
• Mismunandi áherslur eftir eðli vinnustaðarins.

Ef rétt er farið að þá geta ofantaldir þættir aukið afköst og vellíðan í lífi og starfi til muna.

Fyrirlesarar:

Sara Lind Brynjólfsdóttir

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á netsjukrathjalfun@netsjukratjalfun.is

fyrirlestrar um næringu

Næring til árangurs

Upplífgandi fyrirlestrar um heilsueflingu og næringu fyrir vinnustaði og íþróttafélög.

Lesa meira um næringartengda fyrirlestra.

Námskeið

Íþróttir og næring
Fyrirlestrar um næringu í tengslum við íþróttaiðkun og líkamsþjálfun fyrir íþróttafélög, heilsuræktarstöðvar, æfingahópa og aðra áhugasama. Um er að fræðslu fyrirlestra fyrir iðkendur, foreldra og/eða þjálfara. Hver fyrirlestur er aðlagaður að þörfum hópsins, hans aldri og getustigi. Tilvalið fyrir alla þá sem vilja tryggja sem bestan árangur og heilsu sinna iðkenda. Verð miðast við fjölda og óskir félags/hóps.

Heilsuefling, næring og vinnustaðurinn
Fyrirlestrar um næringu og lífsstíl fyrir vinnustaði. Um er að ræða upplífgandi fyrirlestur um næringu og heilsusamlegt líferni án öfga, kúra og töfralausna. Fyrirlesturinn á að stuðla að bættum vinnustaðavenjum og aukinni einstaklingsvitund þegar kemur að næringu sem skilar sér í hraustara starfsfólki. Hver fyrirlestur er aðlagður að þörfum hvers hóps.Verðmiðast við fjölda og óskir fyrirtækisins.

Fyrirlesarar:

Agnes Þóra ÁrnadóttirBIrna Varðardóttir

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á netsjukrathjalfun@netsjukratjalfun.is

Umsagnir viðskiptavina

„Sara er fagleg, erindið fróðlegt og vakti marga til umhugsunar. Mæli klárlega með þessum fyrirlestri.”

Mannauðsstjóri Origo

„Okkar starfsmenn höfðu mjög mikið gagn af þessu námskeiði. Myndi klárlega mæla með svona námskeiði fyrir önnur fyrirtæki.”

1912

„Mjög vel farið yfir alla þætti sem snerta okkar fyrirtæki. Mjög lifandi og opið námskeið”

1912