Um okkur

Við erum til
staðar fyrir þig

Starfssvið sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta líðan hvers og eins. Sjúkraþjálfarar meta, greina og meðhöndla vandamál sem koma upp í stoðkerfinu (beinum, vöðvum og liðamótum).

Hefðin í sjúkraþjálfun er sú að öll samskipti milli skjólstæðings og sjúkraþjálfara eru byggð á „hands on" meðferð, það er að segja að skjólstæðingur hittir sjúkraþjálfara og meðferð fer fram. Slík meðferð er hins vegar ekki alltaf nauðsynleg.

Hjá Netsjúkraþjálfun fær skjólstæðingurinn sérsniðna endurhæfingaáætlun sem hann vinnur upp á eigin spýtur undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Okkar starfsfólk eru útskrifaðir sjúkraþjálfarar frá Læknadeild Háskóla Íslands með fyrstu einkunn.

Teymið okkar

Netsjúkraþjálfun

Sara Lind Brynjólfsóttir

Menntun:
MSc próf í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands vorið 2018.
BSc próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2012.

Námskeið:

 • Nálastungur hjá Magnúsi Ólafssyni 2012.
 • Sahrmann. Skoðun og greining 2013.
 • Kennaranámskeið í meðgöngusundi 2014.

Starfsferill:

 • Stofnandi og stjórnarformaður Netsjúkraþjálfunar.
 • Sjúkraþjálfari í Gáska sjúkraþjálfun frá ágúst 2012.
 • Sinni hreyfiseðli hjá Heilsugæslunni í Garðabæ og Sólvangi.
 • Pistlahöfundur hjá NLFÍ sem rekur Heilsustofnunina í Hveragerði.
 • Sjúkraþjálfari hjá Meðgöngusund ehf.. 2014-2016.
 • Sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki karla í handbolta hjá Fram frá 2014.
 • Sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki kvenna í handbolta hjá
  íþróttafélaginu Fylki 2012-2013.
 • Hóptímakennari hjá Árbæjarþreki 2011-2013.
 • Hóptímakennari hjá Reebok Fitness 2012-2013.
 • Sjúkraþjálfari á Heilsustofnuninni í Hveragerði sumarið 2012.
 • Sjúkraþjálfari á Eir hjúkrunarheimili sumarið 2011.

Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar:
Almenn sjúkraþjálfun, sjúkraþjálfun tengd meðgöngu og íþróttasjúkraþjálfun. Sara Lind heldur fyrirlestra og námskeið hjá fyrirtækjum og hópum um líkamleg álagseinkenni, líkamsstöður og líkamsbeitingu,hreyfingu og svefn.

senda tölvupóst
Netsjúkraþjálfun

Daði Reynir Kristleifsson

Menntun:
BSc próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2012.

Námskeið:

 • 2018 Kinetic control – Masterclass, flexibility
 • 2018 Mulligan lower quarter - Iceland
 • 2017 Kinetic control – Lvl 1 London, st. Mary’s uni.
 • 2014 Shirley sahrman - Syndromes for the Upper Quarter
 • 2013 Shirley sahrman concepts námskeið.
 • 2012 Nálastungur,Magnús Ólafsson læknir Reykjalundi
 • 2012 Háls og Thorax, Harpa Helgadóttir dr. Sjúkraþjálfun

Starfsferill:

 • Sjúkraþjálfarihjá Afl sjúkraþjálfun 2012 – 2019
 • Sjúkraþjálfarihjá Hæfi endurhæfing 2019 -

Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar:
Stoðkerfiðeins og það leggur sig með áherslu á hreyfistjórnun.

senda tölvupóst
Netsjúkraþjálfun

Agnes Þóra Árnadóttir

Menntun:
2013 – MSc próf í íþróttanæringarfræði frá University of Colorado.
2011 – BSc próf í næringa- og matvælafræði frá University of Rhode Island.

Námskeið, starfsnám og ráðstefnur:

 • 2018: Mania fitness pro convention, New York.
 • 2016: Foodloose, Icelandic health symposium.
 • 2013: International Society of Sport Nutrition (ISSN)
  Annual conference, Colorado Springs.
 • 2012:TRX certification.
 • 2011: Starfsnám í hreyfifræði í lyftingarsal íþróttamanna við
  University of Rhode Island.
 • 2011: Starfsnámi í heilsuræktarstöð nemanda í University of
  Rhode Island við næringaráðgjöf.
 • 2010: Starfsnám í WIC (women, infants and children), Rhode Island.

Starfsferill:

 • 2012-núverandi: Hilton Reykjavík Spa (Nordica Spa & Gym).
 • 2013: NSCA-National strength and Conditioning Association.
 • 2013: Knattspyrnuþjálfari Rampart Highschool, Colorado Springs.
 • 2011: World Class, þjálfari í sal.
 • 2010: Sumarstarfsmaður á Leikskóla- og grunnskólasvið Reykjavíkurborgar.
 • 2006-2009: Knattsspyrnuþjálfari KR á sumrin.
 • 2003-2005: Austurbakki HF, sumarstarfsmaður á lager.

Önnur reynsla:
Samþykktur næringarfræðingur af Embætti landlæknis. Hef haldið fjölda fyrirlestra fyrir íþróttafélög, sérsamböndin (HSÍ, KSÍ, Kraft, FSÍ, KKÍ, KLÍ) og vinnustaði. Vann lokaverkefni mitt um beinþéttni hjá listdönsurum á skautum í Bandaríska landsliðinu. Hef unnið sem næringarfræðingur frá útskrift, 2013. CSCS (Certified strength and conditioning specialist). Var í University of Rhode Island Women leadership samtökunum.

Áhugsvið:
Næringarráðgjöf einstaklingaHef starfað mest með boltaíþróttum, fagurfræðilegum íþróttum, kraftíþróttum og taktískum íþróttamönnum (hermenn, lögreglumenn, fangaverðir, FBI, sérsveitin) ýmist sem næringarfræðingur, styrktarþjálfari eða bæði.

senda tölvupóst
Netsjúkraþjálfun

frí ráðgjöf